Enski boltinn

Bolton í viðræðum við Sporting

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miguel Veloso, til vinstri, í leik með portúgalska landsliðinu.
Miguel Veloso, til vinstri, í leik með portúgalska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Sporting Lissabon um kaup á miðvallarleikmanninum Miguel Veloso.

Veloso er verðmetinn á tólf milljónir punda og ef yrði af kaupunum yrði Veloso dýrasti leikmaður Bolton frá upphafi.

„Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að fá í gegn en hvort það verði eitthvað af þessu er annað mál," sagði Megson í samtali við enska fjölmiðla.

„Hann er hágæðaleikmaður," sagði hann og bætti við að félagið myndi hafa efni á honum.

„Ef við komum með góðan leikmann til Eddie Davies (eiganda félagsins) mun hann fjármagna kaupin á honum eins og hann hefur alltaf gert."

Veloso sjálfur mun ekki vera áhugasamur um að fara til Englands og sagði um helgina að hann vildi vera áfram í herbúðum Sporting.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×