Innlent

Kreppan er prófsteinn

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
„Þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur gegnum eru prófsteinn, prófraun á samfélag okkar, stofnanir, fullveldi þjóðar, samkennd, já og hjartalag. Á þrengingatímum kemur hjartalagið í ljós," sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup, í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings í morgun.

Eitt mikilvægasta verkefnið nú er að stuðla að nýjum lífsstíl, að mati Karls. „Við horfum fram á stórvaxandi atvinnuleysi á Íslandi. Alvarlegastur er vandi ungs fólks sem býr við langtíma atvinnuleysi og er veruleg hætta búin að lokist inn í vítahring úrræðaleysisins. Til að rjúfa þann vítahring þarf samstillt átak hinna mörgu," sagði biskup og bætti við að söfnuðir og stofnanir þjóðkirkjunnar gegni þar mikilvægu hlutverki. Prestar og djáknar um land allt hafi staðið í eldlínu sálgæslunnar að undanförnu.

Þá sagði Karl í ávarpi sínu að ekki mætti spilla lífsskilyrðum komandi kynslóða. „Mikilvægt er að yfirvöld gaumgæfi hinar siðferðislegu víddir kreppunnar og stuðli að aukinni ábyrgð og gagnsæi fjármálastofnana, að tryggja uppbygging efnahagslífs sem lýtur frumforsendum réttlætis og sjálfbærni til að spilla ekki lífsskilyrðum komandi kynslóða."

Ávarp biskups er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir

Kirkjuþing hafið

Kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun í Grensáskirkju. Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Ragna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra, flytja ávörp við þingsetninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×