Innlent

Sekt vegna krossa í skólum

mannréttindadómstóllinn
Dómstóllinn í Strassbourg hefur dæmt ítalska ríkið til greiðslu skaðabóta.
nordicphotos/afp
mannréttindadómstóllinn Dómstóllinn í Strassbourg hefur dæmt ítalska ríkið til greiðslu skaðabóta. nordicphotos/afp

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að krossar í ítölskum skólastofum stangist á við trúfrelsi og frelsi til menntunar.

Dómstóllinn úrskurðaði í máli Soile Lautsi, ítalskrar móður, í gær. Hún kvartaði yfir því að skólayfirvöld í opinberum skóla í heimabæ hennar hafi neitað að fjarlægja krossana og myndir af krossfestingunni úr skólastofum. Lautsi taldi að skólum bæri að vera stýrt eftir veraldlegri hugmyndafræði, ekki trúarlegri. Dómstóllinn, sem í sitja sjö dómarar, dæmdu ítalska ríkið til að greiða Lautsi 5000 evrur í skaðabætur. Það var þó ekki skikkað til að fjarlægja krossana.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×