Enski boltinn

Rauða spjaldið sem Degen fékk stendur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philipp Degen mótmælir rauða spjaldinu sem hann fékk um helgina.
Philipp Degen mótmælir rauða spjaldinu sem hann fékk um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað áfrýjun Liverpool og því stendur rauða spjaldið sem Philipp Degen fékk í leik liðsins gegn Fulham um helgina.

Degen fékk beint rautt fyrir að hafa brotið á Clint Dempsey, leikmanni Fulham. Forráðamönnum Liverpool fannst það harkalegur dómur og vildu að honum yrði breytt í áminningu.

Á það féllst enska knattspyrnusambandið ekki og þarf því Degen að taka út þriggja leikja bann. Hann missir af leikjum Liverpool gegn Birmingham, Manchester City og Everton.

Sambandið hefur þó lagfært tvær áminningar en í báðum tilvikum fengu rangir leikmenn að líta rauða spjaldið.

Fabio Da Silva fékk gult í leik Manchester United og Barnsley en tvíburabróðir hans, Rafael, átti hins vegar að fá spjaldið.

Samskonar atvik kom upp í leik Aston Villa og Everton. Þá fékk Stephen Warnock áminningu en hún hefur nú verið færð yfir á Stiliyan Petrov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×