Enski boltinn

Ferguson: Erum ekki á eftir Akinfeev

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Igor Akinfeev.
Igor Akinfeev.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann sé á höttunum eftir rússneska markverðinum, Igor Akinfeev.

Rússin hefur verið orðaður við United í nokkurn tíma og frammistaða hans í báðum leikjunum gegn United í Meistaradeildinni var ekki til þess að draga úr fréttunum.

„Þetta eru bara orðrómar og við höfum ekki sýnt honum neinn áhuga. Við erum ánægðir með markvarðamálin hjá okkur í dag og erum ekki að leita að markverði," sagði Ferguson.

„Ég verð samt að segja að hann er frábær markvörður.  Hann er mikill íþróttamaður, sterklega byggður og er góður að koma boltanum í spil. Hann var svo líka frábær í leikjunum gegn okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×