Enski boltinn

Fyrsti leikurinn sem Ívar missir af vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading.
Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading. Nordic Photos / Getty Images

Ívar Ingimarsson verður ekki með liði Reading sem mætir Wolves í toppslag ensku  B-deildarinnar í kvöld vegna meiðsla.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ívars, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þetta væri fyrsti leikurinn sem Ívar missir af vegna meiðsla á sínum ferli. 

Ívar gerðist atvinnumaður í Englandi árið 1999 og á hann að baki 359 leiki í öllum fjórum efstu deildunum þar í landi með fjórum liðum. Hann kom einmitt frá Wolves til Reading árið 2003 en þessi lið eru nú í efstu tveimur sætum B-deildarinnar.

Wolves er með 59 stig í efsta sæti en Reading fimm stigum á eftir. Birmingham er í þrijða sæti með 52 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×