Enski boltinn

Portsmouth á eftir Emerson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emerson í leik með AC Milan.
Emerson í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Portsmouth hefur áhuga á að fá Brasilíumanninn Emerson í sínar raðir eftir því sem umboðsmaður leikmannsins segir.

Emerson er nú á mála hjá AC Milan en hefur fá tækifæri fengið á leiktíðinni. Hann er 32 ára gamall og fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins.

„Við erum að ræða málin fyrir hönd Portsmouth og Milan er tilbúið að selja hann," sagði umboðsmaðurinn, Vincenzo Morabito.

„Við þurfum að hafa í huga að samningur hans rennur út í júní næstkomandi. Það á eftir að koma í ljós hvaða ákvörðun hann tekur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×