Íslenski boltinn

Grétar: Hef enga skýringu á þessu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðsson.
Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Mynd/Daníel

„Við vorum betri í fyrri hálfleiknum en ef maður hleypir FH inn í leikinn þá verður þetta alltaf hættulegt. Þetta hefur svo sem gerst áður hjá okkur að við séum betri en fáum mark á okkur," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, varnarmaður KR, og hitti naglann á höfuðið.

Leikurinn í gær minnti nefnilega um margt á leik KR-liðsins síðasta sumar þar sem það stýrði ferðinni, skapaði lítið en fékk á sig ódýr mörk.

„Við klárum ekki okkar færi en þeir klára sín. Svo endum við í smá eltingarleik þegar þeir ná battaspilinu sínu. Við náðum þó tökum á þessu aftur en það var of seint. Ég hef enga skýringu á þessu. Við erum að reyna að berjast en það gengur ekki," sagði Grétar sem lék með Hollendinginn Mark Rutgers við hliðinni á sér í vörninni.

„Mér líst mjög vel á hann. Hann er frábær leikmaður. Mikið spil í honum og sterkur í loftinu. Við þurfum samt smá tíma til þess að slípast saman," sagði Grétar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×