Enski boltinn

Annað félag á eftir Palacios

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan.
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, segir að Tottenham sé ekki eina félagið sem hafi áhuga á að fá miðvallarleikmanninn Wilson Palacios í sínar raðir.

Bruce vildi ekki nefna félagið á nafn en tók þó fyrir það að það væri hans gamla félag, Manchester United, sem Palacios hefur áður verið orðaður við.

Í gær var greint frá því að Tottenham og Wigan væru nánast búin að ganga frá samkomulagi um kaupverð Palacios sem er talið nema tólf milljónum punda. Hann lék þó með Wigan í dag er liðið tapaði, 1-0, fyrir Manchester City.

„Það er annað félag sem hefur lýst yfir áhuga sínum á honum og við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta þróast," sagði Bruce. „Ég veit ekki hvort að það sé nýtt tilboð komið með formlegum hætti í hann en ég veit ekki nákvæmega hvernig þessi mál standa nú."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×