Innlent

Furðar sig á yfirlýsingum Guðlaugs

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn OR.
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn OR. Mynd/E.Ól.
Ár er síðan Orkuveitan samdi um eins milljarðs króna skaðabætur við Mitzubishi vegna tafa á túrbínum og það komi einhverjum línulögnum ekki nokkrum sköpuðum hlut við Sigrún Elsa Smáradóttir, segir fulltrúi Samfylkingarinnar, í stjórn Orkuveitunnar sem furðar sig á yfirlýsingum stjórnarformanns Orkuveitunnar. Hún segir kostnaðarauka Orkuveitunnar frekar skýrast af því að framkvæmdir hafi verið fjármagnaðar á yfirdrætti undanfarið ár.

Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar sagði í fréttum okkar í gær að Orkuveitan sjái fram á hundruð milljóna króna kostnaðarauka vegna tafa á Helguvíkurverkefninu og rekur hluta tjónsins til aðgerða ríkisstjórnarinnar. Óvissa um Suðvesturlínur og orkuskatta valdi því að Orkuveitan geti ekki staðfest pöntun á Mitzubishi-aflvélum frá Japan og þurfi því að taka á sig kostnað vegna þess. Orkuveitan hefur óskað eftir hærra orkuverði frá Norðuráli til að mæta þessum tafarkostnaði.

„Það er ár síðan að samið var við Mitzubishi eins milljarða skaðabætur vegna tafa á túrbínum. Það kemur þessum línulögnum ekki nokkurn sköpuðum hlut við," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Hún segir alrangt að hægt sé að rekja kostnaðarauka Orkuveitunnar til aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hann skýrist fremur af auknum fjármagnskostnaði en framkvæmdir hafi verið fjármagnaðar á yfirdrætti undanfarið ár. Auk þess hafi Orkuveitan tapað milljörðum á viðskiptum með bréf í HS orku og eytt um 800 milljónum í að greiða verktökum umfram samninga.

„Og nú er borgarstjóri að krefjast tveggja milljarða í arðgreiðslur í taprekstri Orkuveitunnar. Þetta er allt saman eitthvað sem veikir fjárhagsstöðu Orkuveitunnar og kemur ríkisstjórninni ekki neitt við. Mér finnst þessar yfirlýsingar hans með ólíkindum," segir Sigrún Elsa.


Tengdar fréttir

Tafir á Helguvík skaða Orkuveituna

Orkuveita Reykjavíkur sér fram á hundruð milljóna króna kostnaðarauka vegna tafa á Helguvíkurverkefninu og rekur hluta tjónsins til aðgerða ríkisstjórnarinnar. Óvissa um Suðvesturlínur og orkuskatta veldur því að Orkuveitan getur ekki staðfest pöntun á Mitzubishi-aflvélum frá Japan og reynir nú að mæta tafakostnaði með hærra orkuverði frá Norðuráli.

Evrópulán Orkuveitunnar ekki tengt Icesave

Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafnar því að það sé Icesave-samningunum að þakka að Orkuveitan fái nú, eftir ársbið, afgreitt þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingabankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×