Umfjöllun: Fjölnismenn rændu Grindvíkinga í Grafarvogi Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 18. maí 2009 18:15 Gunnar Már Guðmundsson var hetja Fjölnismanna í kvöld. Mynd/Daníel Fjölnir vann 3-2 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Grafarvoginum eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum. Fyrir leikinn voru bæði liðin án stiga og því gefið að það myndi breytast eftir leikinn. Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindvíkinga gerði tvær breytingar á liði sínu frá 4-0 tapi gegn KR á heimavelli. Óli Baldur Bjarnason og Marko Valdimar Stefánsson duttu út fyrir Ray Anthony Jónsson og Sveinbjörn Jónasson. Leikurinn byrjaði fjörlega og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar átti Sveinbjörn Jónasson skot í stöng eftir frábæra stungusendingu frá töframanninum Scott Ramsay. Á elleftu mínútu komst Gilles Mbang Ondo í dauðafæri eftir að hann hafði platað Gunnar Val Guðmundsson upp úr skónum. Skot Ondo var þó arfaslakt og átti Þórður Ingason ekki neinum vandræðum með að verja það. Bogi Rafn Einarsson fylgdi á eftir en varnarmenn Fjölnis komust í veg fyrir skot hans. Aðeins mínútu síðar komst markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson einn í gegn en fór illa að ráði sínu gegn Óskari Péturssyni í marki Grindvíkinga. Á 15. mínútu átti Sveinbjörn Jónasson skalla að marki Fjölnismanna en Þórður varði vel. Á 21. mínútu vildu Fjölnismenn fá dæmt víti á Zoran Stamenic þegar hann handlék knöttinn. Þorvaldur Árnason dómari leiksins taldi þó að Zoran hefði verið utan vítateigs og dæmdi því aukaspyrnu. Tómas Leifsson skaut framhjá úr aukaspyrnunni. Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð þar til á 32. mínútu þegar Scott Ramsay átti sendingu fyrir mark Fjölnismanna þar sem Sveinbjörn Jónasson skallaði boltann í stöng. Boltinn barst út í teig þar sem Gilles Mbang Ondo var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Það tók Fjölnismenn ekki langan tíma að svara fyrir sig. Þeir fengu hornspyrnu sem Tómas Leifsson tók og hitti beint á kollinn á Geir Kristinssyni sem skallaði boltann í jörðina fyrir Jónas Grana Garðarsson sem skallaði hann í markið. Restin af hálfleiknum var í rólegri kantinum og gengu liðin með eitt mark hvort til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall þegar Sveinbjörn Jónasson hafði komið Grindvíkingum í 2-1. Grindvíkingar fengu þá hornspyrnu sem Scott Ramsay tók. Eftir nokkurt klafs barst boltinn til Sveinbjörns sem skoraði af stuttu færi. Eftir það kom kafli þar sem bæði lið sköpuðu sér ágætis færi. Sveinbjörn komst til að mynda einn á móti Þórði sem varði vel í það skiptið. Á 76. mínútu dróg svo til tíðinda þegar Fjölnismenn áttu fyrirgjöf frá vinstri þar sem Gunnar Valur Gunnarsson stökk manna hæst og skallaði boltann í netið. Fjölnismenn þar með búnir að jafna. Næstu mínútur voru einnig fremur tíðindalitlar en þó töluvert um hálffæri. Á 86. mínútu fengu Fjölnismenn vítaspyrnu þegar Aron Jóhannsson féll í teignum. Grindvíkingar voru allt annað en sáttir við þennan dóm Þorvaldar Árnasonar. Gunnar Már Guðmundsson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Engin almennileg færi litu dagsins ljós það sem eftir lifði leiks og því fyrsti sigur Fjölnismanna staðreynd. Grindvíkingar áttu eilítið meira í leiknum en Fjölnismenn og sköpuðu sér hættulegri færi. Það má því segja að Fjölnismenn hafi verið heppnir með þennan sigur, en sigur er það engu að síður.Fjölnir - Grindavík 3-2 0-1 Gilles Mbang Ondo (32.) 1-1 Jónas Grani Garðarsson (36.) 1-2 Sveinbjörn Jónasson (51.) 2-2 Gunnar Valur Guðmundsson (76.) 3-2 Gunnar Már Guðmundsson (86.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Þorvaldur Árnason (5)Skot (á mark): 18-11 (8-9)Varin skot: Þórður 9 - Óskar 8.Horn: 5-6Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 0-3Fjölnir Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 6 Vigfús Arnar Jósepsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 5 (Hermann Aðalgeirsson 64.) 5 Ragnar Heimir Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 5 Magnús Ingi Einarsson 5 Aron Jóhannsson 5 Geir Kristinsson 6 Tómas Leifsson 6 Jónas Grani Garðarsson 5 (91. Guðmundur Karl Guðmundsson -)Grindavík Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 6 Eysteinn Hún Hauksson Kjerúlf 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (Emil Daði Símonarson 81) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Scott Ramsay 6 Bogi Rafn Einarsson 5 Sveinbjörn Jónasson 7 - maður leiksins (60. Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4) Gilles Mbang Ondo 7 Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan: Fjölnir - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jankovic fékk rautt spjald í leikslok Grindvíkingar voru afar ósáttir við Þorvald Árnason dómara í lok leiks þeirra gegn Fjölni í kvöld. Fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín hafði á orði að dómarinn hefði dæmt á móti þeim „eins og hann fengi borgað fyrir það“. 18. maí 2009 22:58 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Fjölnir vann 3-2 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Grafarvoginum eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum. Fyrir leikinn voru bæði liðin án stiga og því gefið að það myndi breytast eftir leikinn. Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindvíkinga gerði tvær breytingar á liði sínu frá 4-0 tapi gegn KR á heimavelli. Óli Baldur Bjarnason og Marko Valdimar Stefánsson duttu út fyrir Ray Anthony Jónsson og Sveinbjörn Jónasson. Leikurinn byrjaði fjörlega og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar átti Sveinbjörn Jónasson skot í stöng eftir frábæra stungusendingu frá töframanninum Scott Ramsay. Á elleftu mínútu komst Gilles Mbang Ondo í dauðafæri eftir að hann hafði platað Gunnar Val Guðmundsson upp úr skónum. Skot Ondo var þó arfaslakt og átti Þórður Ingason ekki neinum vandræðum með að verja það. Bogi Rafn Einarsson fylgdi á eftir en varnarmenn Fjölnis komust í veg fyrir skot hans. Aðeins mínútu síðar komst markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson einn í gegn en fór illa að ráði sínu gegn Óskari Péturssyni í marki Grindvíkinga. Á 15. mínútu átti Sveinbjörn Jónasson skalla að marki Fjölnismanna en Þórður varði vel. Á 21. mínútu vildu Fjölnismenn fá dæmt víti á Zoran Stamenic þegar hann handlék knöttinn. Þorvaldur Árnason dómari leiksins taldi þó að Zoran hefði verið utan vítateigs og dæmdi því aukaspyrnu. Tómas Leifsson skaut framhjá úr aukaspyrnunni. Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð þar til á 32. mínútu þegar Scott Ramsay átti sendingu fyrir mark Fjölnismanna þar sem Sveinbjörn Jónasson skallaði boltann í stöng. Boltinn barst út í teig þar sem Gilles Mbang Ondo var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Það tók Fjölnismenn ekki langan tíma að svara fyrir sig. Þeir fengu hornspyrnu sem Tómas Leifsson tók og hitti beint á kollinn á Geir Kristinssyni sem skallaði boltann í jörðina fyrir Jónas Grana Garðarsson sem skallaði hann í markið. Restin af hálfleiknum var í rólegri kantinum og gengu liðin með eitt mark hvort til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall þegar Sveinbjörn Jónasson hafði komið Grindvíkingum í 2-1. Grindvíkingar fengu þá hornspyrnu sem Scott Ramsay tók. Eftir nokkurt klafs barst boltinn til Sveinbjörns sem skoraði af stuttu færi. Eftir það kom kafli þar sem bæði lið sköpuðu sér ágætis færi. Sveinbjörn komst til að mynda einn á móti Þórði sem varði vel í það skiptið. Á 76. mínútu dróg svo til tíðinda þegar Fjölnismenn áttu fyrirgjöf frá vinstri þar sem Gunnar Valur Gunnarsson stökk manna hæst og skallaði boltann í netið. Fjölnismenn þar með búnir að jafna. Næstu mínútur voru einnig fremur tíðindalitlar en þó töluvert um hálffæri. Á 86. mínútu fengu Fjölnismenn vítaspyrnu þegar Aron Jóhannsson féll í teignum. Grindvíkingar voru allt annað en sáttir við þennan dóm Þorvaldar Árnasonar. Gunnar Már Guðmundsson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Engin almennileg færi litu dagsins ljós það sem eftir lifði leiks og því fyrsti sigur Fjölnismanna staðreynd. Grindvíkingar áttu eilítið meira í leiknum en Fjölnismenn og sköpuðu sér hættulegri færi. Það má því segja að Fjölnismenn hafi verið heppnir með þennan sigur, en sigur er það engu að síður.Fjölnir - Grindavík 3-2 0-1 Gilles Mbang Ondo (32.) 1-1 Jónas Grani Garðarsson (36.) 1-2 Sveinbjörn Jónasson (51.) 2-2 Gunnar Valur Guðmundsson (76.) 3-2 Gunnar Már Guðmundsson (86.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Þorvaldur Árnason (5)Skot (á mark): 18-11 (8-9)Varin skot: Þórður 9 - Óskar 8.Horn: 5-6Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 0-3Fjölnir Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 6 Vigfús Arnar Jósepsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 5 (Hermann Aðalgeirsson 64.) 5 Ragnar Heimir Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 5 Magnús Ingi Einarsson 5 Aron Jóhannsson 5 Geir Kristinsson 6 Tómas Leifsson 6 Jónas Grani Garðarsson 5 (91. Guðmundur Karl Guðmundsson -)Grindavík Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Zoran Stamenic 6 Eysteinn Hún Hauksson Kjerúlf 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (Emil Daði Símonarson 81) Orri Freyr Hjaltalín 7 Jóhann Helgason 6 Scott Ramsay 6 Bogi Rafn Einarsson 5 Sveinbjörn Jónasson 7 - maður leiksins (60. Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4) Gilles Mbang Ondo 7 Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan: Fjölnir - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jankovic fékk rautt spjald í leikslok Grindvíkingar voru afar ósáttir við Þorvald Árnason dómara í lok leiks þeirra gegn Fjölni í kvöld. Fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín hafði á orði að dómarinn hefði dæmt á móti þeim „eins og hann fengi borgað fyrir það“. 18. maí 2009 22:58 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Jankovic fékk rautt spjald í leikslok Grindvíkingar voru afar ósáttir við Þorvald Árnason dómara í lok leiks þeirra gegn Fjölni í kvöld. Fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín hafði á orði að dómarinn hefði dæmt á móti þeim „eins og hann fengi borgað fyrir það“. 18. maí 2009 22:58