Íslenski boltinn

Hafþór Ægir lánaður í Þrótt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hafþór Ægir er kominn í Þrótt.
Hafþór Ægir er kominn í Þrótt.
Hafþór Ægir Vilhjálmsson er kominn til Þróttar á láni frá Val út tímabilið. Hafþór Ægir er uppalinn hjá ÍA en hann gekk í raðir Vals eftir tímabilið 2006. 

Hafþór hefur komið við sögu í sjö leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Hann er kominn með leikheimild með Þrótti og getur því leikið með liðinu gegn KR í Pepsi-deildinni annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×