Íslenski boltinn

Grindvíkingar hafa bara unnið einn af síðustu fjórtán heimaleikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eysteinn Hauksson.
Eysteinn Hauksson. Mynd/Vilhelm

Grindvíkingar taka í kvöld á móti Þrótti í 5. umferð Pepsi-deildar karla en heimavöllurinn hefur langt frá því reynst Grindavíkurliðinu nægilega vel síðustu misserin.

Fyrir leikinn í kvöld hefur Grindavík ekki unnið í síðustu sex heimaleikjum sínum í úrvalsdeildinni og síðasti sigur liðsins, á KR 21. júlí í fyrra, var jafnfram eini heimasigur liðsins á tímabilinu.

Grindavík tapaði fyrsta heimaleiknum sínum í sumar 0-4 á móti KR en í fyrra var Grindavíkurliðið bæði marka og stigalaust í fyrstu þremur heimaleikjum sínum.

Á sama tíma og Grindavík hefur aðeins náð í 9 stig og unnið einn leik á heimavelli í úrvalsdeild karla hefur liðið unnið átta útileiki og náð alls í 25 stig utan Grindavíkur.

Síðustu 14 heimaleikir Grindavíkur í úrvalsdeild karla:

Leikir 14

Sigrar 1

Jafntefi 6

Töp 7

Mörk skoruð 15

Mörk fengin á sig 29

Stig 9 (21%)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×