Enski boltinn

Gallas og Silvestre meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikael Silvestre í leik með Arsenal.
Mikael Silvestre í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Þeir William Gallas og Mikael Silvestre, leikmenn Arsenal, verða líka frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.

Silvestre meiddist á læri í leik Arsenal gegn Portsmouth í síðustu viku og Gallas er sömuleiðis að glíma við tognun í læri.

Þetta staðfesti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, á heimasíðu félagsins í dag.

Kolo Toure og Denilson eru þó báðir á batavegi og verða væntanlega leikfærir þegar að Arsenal mætir Bolton um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×