Íslenski boltinn

Umfjöllun: Langþráður heimasigur Grindavíkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grindvíkingar fagna marki fyrr á leiktíðinni.
Grindvíkingar fagna marki fyrr á leiktíðinni. Mynd/Vilhelm

Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Þrótti. Þróttur er á botni deildarinnar með tvö stig eftir úrslit kvöldsins.

Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Jóhann Helgason kom Grindavík yfir en Rafn Andri Haraldsson jafnaði beint úr horni. Orri Hjaltalín skoraði sigurmark leiksins.

Þetta var svo sannarlega langþráður heimasigur hjá Grindavík en liðinu hefur gengið bölvanlega á heimavelli sínum og vann aðeins einn sigur þar á síðasta tímabili.

Þróttarar voru með vindinum í fyrri hálfleiknum en lentu þó undir þegar Jóhann átti skot á 9. mínútu sem fór af varnarmanni og í netið. Það tók Þróttara nokkrar mínútur að ná áttum eftir markið en svo tóku þeir völdin og jöfnuðu verðskuldað.

Rafn Andri Haraldsson skoraði þá beint úr hornspyrnu á 32. mínútu. Fjórum mínútum síðar endurheimtu heimamenn forystuna þegar fyrirliðinn Orri skoraði skringilegt mark. Gilles Ondo lagði knöttinn á Orra sem hitti boltann mjög illa en það kom þó ekki í veg fyrir að hann færi í netið.

Grindvíkingar gátu verið kátir með að hafa náð að fara með forystu í hálfleik. Stærstan hluta seinni hálfleiksins voru þeir síðan með leikinn í sínum höndum en á lokakaflanum vöknuðu Þróttarar og hefðu með smá heppni getað jafnað.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Þróttur.

Grindavík - Þróttur 2-1

1-0 Jóhann Helgason (9.)

1-1 Rafn Andri Haraldsson (32.)

2-1 Orri Hjaltalín (36.)

Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 632

Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)

Skot (á mark): 9-10 (6-2)

Varin skot: Óskar 1 - Sindri 4

Horn: 12-7

Rangstöður: 2-2

Aukaspyrnur fengnar: 11-13

Grindavík (4-5-1)

Óskar Pétursson 4

Ray Anthony Jónsson 6

Zoran Stamenic 7

Bogi Rafn Einarsson 6

Jósef Kristinn Jósefsson 8* - Maður leiksins

Scott Ramsay 6

(90. Páll Guðmundsson -)

Marko Valdimar Stefánsson 6

Orri Freyr Hjaltalín 7

Jóhann Helgason 7

(90. Sveinbjörn Jónasson )

Emil Daði Símonarson 5

(62. Óli Baldur Bjarnason -)

Gilles Mbang Ondo 6

Þróttur (4-4-2)

Sindri Snær Jensson 4

Kristján Ómar Björnsson 6

Runólfur Sveinn Sigmundsson 5

Dennis Danry 5

Birkir Pálsson 4

Magnús Már Lúðvíksson 6

Haukur Páll Sigurðsson 6

Hallur Hallsson 5

Rafn Andri Haraldsson 7

Morten Smidt 5

(72. Skúli Jónsson -)

Davíð Þór Rúnarsson 5

(67. Jón Ragnar Jónsson 5)




Tengdar fréttir

Luca Kostic: Draumaúrslit

„Þetta eru algjör draumaúrslit fyrir okkur. Fyrir leikinn voru margir leikmenn tæpir hjá mér en það gerir þennan sigur enn sætari," sagði Luka Kostic, þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn á Þrótti í kvöld 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×