Innlent

Pínulítið hissa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
,,Ég er pínulítið hissa en afskaplega þakklát og ánægð með þann stuðning sem ég hef fengið," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur, en hún er í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar rúmlega 1300 atkvæði eru ótalin.

Ef fer sem horfir verður hægt að tala um Sigríður sem einn af sigurvegurum prófkjörsins en allt lítur út fyrir að hún fái betri kosningu en ráðherra og þrír þingmenn flokksins.

,,Þetta er glæsilegur listi með blöndu af reynslu og endurnýjun. Svo er kosning Jóhönnu Sigurðardóttur glæsileg."

Von er á næstu tölum í Reykjavík klukkan rúmlega 22 í kvöld.






Tengdar fréttir

Ásta Ragnheiður kemst ekki á blað - Sigríður í 3. sæti

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar talinn hafa verið 2363 atkvæði. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður og Jón Baldvin Hannibalsson eru ekki meðal átta efstu. Röð efstu manna hefur ekki breyst frá því að fyrstu tölur voru birtar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×