Enski boltinn

Framherji á leið til Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hugo Rodallega í leik með kólumbíska landsliðinu.
Hugo Rodallega í leik með kólumbíska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Wigan er í þann mund að semja við Hugo Rodallega, framherja frá Kólumbíu, svo lengi sem félaginu tekst að fá vinnuleyfi fyrir hann.

Rodallega er 23 ára og hefur leikið með Necaxa í Mexíkó undanfarin ár. Wigan kaupir hann á 4,5 milljónir króna en í næstu viku kemur í ljós hvort hann fær vinnuleyfi.

„Hann er snöggur, hávaxinn og sterkur í loftinu. Hann er ekta alhliða markaskorari," sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan.

Rodallega skoraði fimmtán mörk í 36 leikjum fyrir Necaxa á síðustu leiktíð.

Koma Rodallega mun verða til þess að framtíð Emile Heskey og Henri Camara hjá Wigan verði í enn meiri vafa en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×