Enski boltinn

Adriano ekki til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adriano lék með Inter gegn Genoa í ítölsku bikarkeppninni í gær.
Adriano lék með Inter gegn Genoa í ítölsku bikarkeppninni í gær. Nordic Photos / AFP

Umboðsmaður Brasilíumannsins Adriano hefur þvertekið fyrir að hann sé á leið til Tottenham eins og enskir fjölmiðlar hafa gefið í skyn í dag.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, mun hafa áhuga á að fá Adriano til félagsins nú í janúarmánuði en umboðsmaðurinn Gilmar Rinaldi, segir að honum muni ekki verða af ósk sinni.

„Adriano fer ekki til Tottenham - hann verður áfram hjá Inter," sagði hann í samtali við ítalska fjölmiðla. „Jose Mourinho (knattspyrnustjóri Inter) hefur þegar sagt að hann vilji halda honum hjá Inter og því hef ég engu við það að bæta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×