Innlent

Stakk sambýlismann sinn eftir átök

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um átök í húsi í Grafarholti rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Karlmaður hafði þá gengið í skrokk á sambýliskonu sinni og slegið hana þannig að hún féll í gólfið, því næst sparkaði hann í hana þar sem hún lá í góflinu. Konan varð mjjög hrædd við atganginn, tók upp eldhúshníf og stakk manninn í höndina. Konan sagðist ekki hafa ætlað að stinga manninn en nokkuð blæddi úr sárinu. Þegar lögregla mætti á svæðið var maðurinn farinn út úr íbúðinni en fannst neðar í götunni. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um afdrif konunnar.

Um hálf sjö var síðan tilkynnt um tvo stráka sem voru að brjótast inn í bifreiðar í vesturbænum. Annar mannanna var handtekinn en hinn náðist ekki. Lögregla telur sig vita hver hinn aðilinn er en ekki er vitað hverju var stolið.

Þá var tilkynnt um karlmann á þrítugsaldri sem ruddist inn í íbúð í Breiðholti í nótt og veittist að húsráðanda. Maðurinn var kunningi þeirra sem bjuggu í íbúðinni og braut allt og bramlaði eins og það er orðað. Hann fór síðan út og reyndi að komast inn á svalir hjá konu í næstu íbúð. Maðurinn lá síðan sofandi í stigagangnum þegar lögregla mætti á vettvang. Farið var með manninn niður á stöð en hann var í bol merktum lögreglunni. Hann vildi þó ekki gefa neinar skýringar á því hvernig hann hafði komist yfir bolinn. Honum var stungið inn.

Arnnars var talsvert um eril í miðbænum í nótt og mikið um ölvunarlæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×