Enski boltinn

Benitez undir hnífinn í þriðja sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez mun í dag gangast undir uppskurð vegna nýrnasteina í þriðja sinn á skömmum tíma. Sammy Lee mun stýra æfingum þar til hann snýr aftur.

Liverpool mætir næst Everton í deildinni á mánudaginn og svo aftur næsta sunnudag á eftir í bikarnum, í bæði skiptin á heimavelli sínum, og vonast Lee til að Benitez muni getað stýrt síðustu æfingum fyrir leikinn á mánudaginn.

„Þetta er erfiður tími fyrir Rafa. Hann vill mæta á allar æfingar og vera með leikmönnunum á vellinum. Það er bara hans stíll."

„Hann mun núna fara í þriðju aðgerðina en vonandi verður hann bara nokkra daga að jafna sig."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×