Erlent

Armstrong hjólar á ný

Lance Armstrong ætlar að segja skilið við bjórinn um stundarkorn og hjóla svolítið. Mynd/ Reuters.
Lance Armstrong ætlar að segja skilið við bjórinn um stundarkorn og hjóla svolítið. Mynd/ Reuters.

Hjólreiðakeppinn Lance Armstrong hefur keppni á nýjan leik á morgun í vikulangri hjólreiðakeppni í Ástralíu. Á fundi með fréttamönnum í dag kvaðst hann hafa litla möguleika á sigri eftir að hafa setið á rassinum í þrjú og hálft ár og drukkið bjór, eins og hann orðaði það.

Armstrong vann hjólreiðakeppnina Tour de France sjö sinnum og er talinn með mestu afreksmönnum í íþróttum. Hann er nú þrjátíu og sjö ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×