Enski boltinn

Aron Einar bestur hjá BBC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í baráttu við Ricardo Quaresma.
Aron í baráttu við Ricardo Quaresma. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson var valinn besti leikmaður Coventry af lesendum fréttavefs BBC að loknum leik liðsins gegn Chelsea í ensku bikarkeppninni.

Aron Einar fékk 6,73 í einkunn og var aðeins einn fjögurra leikmanna Coventry sem fékk meira en 6 í einkunn. Hann var þeirra hæstur.

Maður leiksins að mati vefsins var Didier Drogba sem fékk 8,01 í einkunn. Aðeins einn annar leikmaður fékk hærri einkunn en Aron Einar en það var Frank Lampard.

Aron Einar fékk næsthæstu einkunn leikmanna Coventry hjá lesendum Sky Sports eða 5. Marcus Hall fékk 6 í einkunn en aðrir leikmenn fengu hreinlega falleinkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×