Enski boltinn

Ferguson heimtar að blaðamaður The Independent verði rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck í leiknum á móti Besiktas á dögunum.
Danny Welbeck í leiknum á móti Besiktas á dögunum. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með blaðamann The Independent sem gagnrýndi harðlega ungu strákana hans fyrir frammistöðuna í heimatapinu á móti Besiktas í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Ferguson ætlar að gefa ungu leikmönnum United aftur tækifæri á móti Tottenham í átta liða úrslitunum enska deildarbikarsins í kvöld.

Rafael da Silva, Gabriel Obertan, Darron Gibson, Federico Macheda og Danny Welbeck spiluðu allir allar 90 mínúturnar á móti Besiktas. Blaðamaður The Independent skrifaði eftir Besiktas-leikinn:

„Það er engin framtíð fyrir þessa leikmenn og þeirra tími mun ekki koma hjá United," skrifaði blaðamaðurinn og þessi pistill hans vakti svo sannarlega viðbrögð hjá stjóranum.

„Þvílíkt fífl. Ég trúði þessu ekki. Þetta er fáránleg yfirlýsing. Þegar Beckham, Butt, Scholes og hinir ungu strákarnir spiluðu árið 1996 þá voru þeir 22 ára gamlir eða þremur árum eldri en þessir strákar. Ég get lofað ykkur því að þessi sami blaðamaður mun biðja um viðtöl við þá þegar þeir eru orðnir stórar stjörnur. Munið þessi orð mín," sagði Ferguson og bætti við:

„Það á reka þennan blaðamann fyrir svona rugl," sagði Sir Alex ósáttur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×