Erlent

Toppar BBC hafa að jafnaði hærri laun en Gordon Brown

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mark Thompson.
Mark Thompson.

Breska ríkisútvarpið BBC greiðir hundrað hæst launuðu starfsmönnum sínum samtals 20 milljónir punda á ári, jafnvirði rúmlega fjögurra milljarða króna. Að meðaltali hlýtur hver þessara hundrað starfsmanna 199.316 pund í árslaun, fimm þúsund pundum meira en það sem forsætisráðherra landsins, Gordon Brown, ber úr býtum. Það var breska ríkisútvarpið sjálft sem gaf þessar tölur út til að vekja athygli á þeirri kröfu að launakostnaður opinberra aðila sé uppi á borðinu og almenningur eigi þess kost að kynna sér hann til hlítar. Hæstu launin hjá BBC hefur Mark Thompson útvarpsstjóri og nema þau 834.000 pundum á ári eða 172,6 milljónum. Það gera rúmar 14 milljónir á mánuði. Þau laun munu þó að líkindum lækka á næstunni þar sem BBC neyðist til að skera launakostnað niður um fjórðung á næstu þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×