Enski boltinn

Ricardo Fuller handtekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricardo Fuller er hér tekinn af velli eftir að hann meiddist á öxl í leik gegn Sunderland.
Ricardo Fuller er hér tekinn af velli eftir að hann meiddist á öxl í leik gegn Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Stoke City hefur staðfest að Ricardo Fuller, leikmaður liðsins, hafi verið handtekinn af lögreglu nú í morgun.

Hann var stöðvaður í námunda við æfingasvæði Stoke í morgun. Í kjölfarið lagði lögreglan hald á bifreið hans og handtók Fuller. Hann verður færður til yfirheyrslu síðar í dag.

Lögreglan í Staffordshire vildi ekki nefna sakborninginn á nafn en Stoke hefur hins vegar staðfest að það hafi verið Fuller sem var handtekinn.

Fuller reyndist ekki vera með ökuskírteini í lagi né heldur tryggingar bifreiðar sinnar. Hann hefur ekkert spilað með Stoke síðan hann meiddist á öxl í leik með Stoke fyrr í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×