Enski boltinn

Zenit sagt hafna lokatilboði Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Samkvæmt rússneskum fréttamiðlum mun Zenit St. Pétursborg hafnað nýjasta og lokatilboði Arsenal í Andrei Arshavin. Viðræður munu þó eiga sér enn stað, samkvæmt öðrum heimildum í Rússlandi.

Arsenal hefur lengi verið á höttunum eftir Arshavin og er talið að fyrsta tilboð félagsin hafi hljómað upp á 10-12 milljónir punda. Það næsta svo upp á tólf milljónir auk þriggja milljóna sem yrðu greiddar út á samningstímanum.

„Þetta er okkar lokatilboð. Við ætlum okkur ekki að hækka tilboðið. Ef við kaupum ekki Arshavin verður það bara að vera þannig," sagði Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×