Innlent

Lyftari brann í Kópavogi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Skotbómulyftari brann í Urðarhvarfi í Kópavogi í nótt. Slökkvilið var kvatt á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Í fyrstu leit þó út fyrir að um mikinn eld væri að ræða þar sem mikill reykur hafði gosið upp við íkveikjuna. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu en líkur eru á að kveikt hafi verið í lyftaranum.

Þá var slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Grafarvogi við Korpúlfsstaði í morgun. Greiðlega gekk að slökkva í sinunni en athygli vekur að þetta er önnur vikan í röð þar sem eldur kviknar í sinu í höfuðborginni þrátt fyrir að sinubrunar hafi til þessa verið fátíðir í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×