Enski boltinn

Kalou væri til í að spila fyrir Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kalou gæti fært sig um set í London í sumar.
Kalou gæti fært sig um set í London í sumar. Nordic Photos/Getty Images

Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, hefur komið öllum á óvart með því að lýsa því að yfir að hann væri meira en til í að spila fyrir Arsenal.

„Sagðist Wenger hafa áhuga á að semja við mig? Það er heiður, mikill heiður. Hann er frábær þjálfari og ég veit að alla leikmenn í heiminum dreymir um að spila fyrir hann. Ég ber mikla virðingu fyrir Wenger enda einn besti þjálfari heims svo af hverju ætti ég ekki að vilja spila hjá honum," sagði Kalou en þessi tíðindi munu eflaust ekki fara vel ofan í stuðningsmenn Chelsea.

Bresku blöðin er strax farin að gera því skóna að Kalou gæti fært sig um set í London í sumar.

„Ég er auðvitað en með samning við Chelsea en ég á góða vini hjá Arsenal eins Toure, Adebayor og Eboue. Þeir eru að standa sig frábærlega og það er hreinn unaður að horfa á Arsenal spila fótbolta," sagði Kalou sem á ekki öruggt sæti í liði Arsenal. Hann segist ætla að skoða sína stöðu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×