Innlent

Bótanefnd vegna vistheimila sett á laggirnar

Breiðavíkurdrengir.
Breiðavíkurdrengir.

Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að starfshópi á vegum forsætisráðuneytis verði falið að semja drög að frumvarpi til laga þar sem mælt verði fyrir um greiðslu bóta til þeirra sem hafa orðið fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum ríkisins.

Svört skýrsla um vistheimilin var kynnt í dag en hún var unninn eftir að upp komst um illa meðferð á Breiðavík.

Ráðuneytið hyggst setja á fót bótanefnd en samhliða henni starfi tengiliður vistmanna við stjórnvöld er aðstoði fyrrverandi vistmenn við að ná fram rétti sínum, meðal annars varðandi félagslega aðstoð, heilbrigðisþjónustu og menntun. Þegar skýrsla vistheimilisnefndar liggur fyrir verði auglýst eftir þeim sem telja sig eiga rétt á bótum.

Þá getur bótanefnd úrskurðað almennar bætur er nemi tiltekinni fjárhæð, sem eftir er að ákveða, og sé meginskilyrði að vistmaður hafi sjálfur orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi á meðan vistun stóð.

Ekki verði um strangar sönnunarkröfur að ræða.

Í sérstökum tilfellum verði heimilað að hækka bætur að álitum. Hækkun bóta geti m.a. komið til vegna alvarleika ofbeldis eða illrar meðferðar, aðdraganda vistunar eða tímalengdar vistunar.

Kveðið verði á um skattfrelsi bóta, erfðarétt vegna einstaklinga sem fallnir eru frá, aðgang bótanefndar að gögnum vistheimilisnefndar til að einfalda málsmeðferð og lögmannsaðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×