Kostnaður við skrifstofu hjá Evrópulögreglunni tvöfaldaðist 17. mars 2009 12:11 Arnar Jensson er tengslafulltrúi lögreglunnar hjá Europol. Kostnaður við rekstur skrifstofu Ríkislögreglustjóra hjá Evrópulögreglunni í fyrra var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tengslafulltrúi Ríkislögreglustjóra segir dómsmálaráðuneytið nú kanna framtíðarfyrirkomulag starfsins. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir það þegar hafa skipt sköpum við lausn stórra glæpamála. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins með höfuðstöðvar í Haag í Hollandi. Ísland er aðili að henni með tengslaskrifstofu sem stofnuð var 2007. Tengslafulltrúi er Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Þar starfa tengslafulltrúar frá öllum tuttugu og sjö Evrópusambandsríkjunum auk ríflega tuttugu annarra ríkja til viðbótar. Áætlaður rekstrarkostnaður íslensku skrifstofunnar var tólf milljónir króna 2007 og óbreytt 2008. Raunkostnaður 2007 var átján milljónir og í fyrra tuttugu og tvær milljónir. Sextán milljónir allt í allt sem Ríkislögreglustjóraembættið hefur greitt af fjárveitingum til annarra verkefna og þá með hagræðingu. Arnar segir þetta greiða uppihald og rekstur skrifstofunnar en á móti hafi sem dæmi verið haldin sérfræðinámskeið á vegum Europol á Íslandi og íslenskir lögreglumenn farið út í nám. „Þannig að við höfum fengið beinan kostnað til baka að talsverðum hluta," segir Arnar. Arnar segir fjárveitingar til tengslaskrifstofunnar í endurskoðun hjá dómsmálaráðuneytinu. „Fyrri hluti þessa árs átti að fara í fyrsta lagi í aðmeta þann árangur sem út úr þessu hefur komið og taka ákvörðun um hvort Ísland vilji halda áfram að reka þessa skrifstofu hér. Og í öðru lagi þá hvernig það yrði gert og setja það þá í einhvern tiltekinn fjárhagslegan farveg til framtíðar. En þessari vinnu er ekki lokið," segir Arnar. Mál til tenglsaskrifstofunnar koma þangað frá löggæsluembættum á Íslandi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir samstarfið hafa skipt sköpum í mörgum stórum málum. „Það er nú hægt að nefna nýleg mál eins og afmetamínverksmiðjumálið í Hafnarfirði þar sem við fengum aðgang að tækni og sérþekkingu sem við búum ekki yfir. Það skipti gríðarlega miklu máli. Og síðan í stórum máli eins og skútumálinu á sínum tíma þar sem það skipti hreinlega sköpum að hafa bæði fultlrúa þarna úti og aðgang að samvinnu við fleiri lögregluyfirvöld," segir Stefán. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Kostnaður við rekstur skrifstofu Ríkislögreglustjóra hjá Evrópulögreglunni í fyrra var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tengslafulltrúi Ríkislögreglustjóra segir dómsmálaráðuneytið nú kanna framtíðarfyrirkomulag starfsins. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir það þegar hafa skipt sköpum við lausn stórra glæpamála. Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins með höfuðstöðvar í Haag í Hollandi. Ísland er aðili að henni með tengslaskrifstofu sem stofnuð var 2007. Tengslafulltrúi er Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Þar starfa tengslafulltrúar frá öllum tuttugu og sjö Evrópusambandsríkjunum auk ríflega tuttugu annarra ríkja til viðbótar. Áætlaður rekstrarkostnaður íslensku skrifstofunnar var tólf milljónir króna 2007 og óbreytt 2008. Raunkostnaður 2007 var átján milljónir og í fyrra tuttugu og tvær milljónir. Sextán milljónir allt í allt sem Ríkislögreglustjóraembættið hefur greitt af fjárveitingum til annarra verkefna og þá með hagræðingu. Arnar segir þetta greiða uppihald og rekstur skrifstofunnar en á móti hafi sem dæmi verið haldin sérfræðinámskeið á vegum Europol á Íslandi og íslenskir lögreglumenn farið út í nám. „Þannig að við höfum fengið beinan kostnað til baka að talsverðum hluta," segir Arnar. Arnar segir fjárveitingar til tengslaskrifstofunnar í endurskoðun hjá dómsmálaráðuneytinu. „Fyrri hluti þessa árs átti að fara í fyrsta lagi í aðmeta þann árangur sem út úr þessu hefur komið og taka ákvörðun um hvort Ísland vilji halda áfram að reka þessa skrifstofu hér. Og í öðru lagi þá hvernig það yrði gert og setja það þá í einhvern tiltekinn fjárhagslegan farveg til framtíðar. En þessari vinnu er ekki lokið," segir Arnar. Mál til tenglsaskrifstofunnar koma þangað frá löggæsluembættum á Íslandi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir samstarfið hafa skipt sköpum í mörgum stórum málum. „Það er nú hægt að nefna nýleg mál eins og afmetamínverksmiðjumálið í Hafnarfirði þar sem við fengum aðgang að tækni og sérþekkingu sem við búum ekki yfir. Það skipti gríðarlega miklu máli. Og síðan í stórum máli eins og skútumálinu á sínum tíma þar sem það skipti hreinlega sköpum að hafa bæði fultlrúa þarna úti og aðgang að samvinnu við fleiri lögregluyfirvöld," segir Stefán.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira