Félagsmálaráðherra: Mansal verður ekki liðið 17. mars 2009 16:49 Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sem í dag kynnti aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali, fagnar aðgerðaáætluninni og segir „að með henni sé langþráðum áfanga náð í baráttunni gegn mansali á Íslandi." Að sögn Ástu er mansal eitt andstyggilegasta form skipulagðrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi og miklu skiptir að koma lögum yfir þá sem það stunda og veita fórnarlömbum þess vernd og aðstoð. „Skilaboð stjórnvalda eru skýr, hér verður mansal ekki liðið," segir Ásta. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætlun stjórnvalda sé ætlað að efla baráttuna gegn mansali á Íslandi með ýmsu móti. Í henni er miðað að því að fullgilda alþjóðlega samninga um alþjóðlega glæpastarfsemi og mansal sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Tryggja á að fórnarlömbum mansals, þar á meðal börnum, sé veitt aukin aðstoð, öruggt skjól og vernd með því meðal annars að setja á fót sérfræðiteymi sem hefur yfirumsjón yfir málaflokknum. Lagt verður fram frumvarp sem tryggir fórnarlömbum mansals tímabundið dvalarleyfi á meðan þau gera upp hug sinn um framtíðardvalarstað. Á þeim tíma verður fórnarlömbunum tryggt öruggt skjól og fjárhagsleg og félagsleg aðstoð. Lagðar eru til aðgerðir sem miða að því að sækja gerendur til saka, auka aðstoð við þolendur og tryggja vernd þeirra. Til stendur að breyta almennum hegningarlögum þannig að kaup á vændi verði gert refsivert. „Einnig á að girða fyrir undanþágumöguleika í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald fyrir nektarstaði þannig að lögin banni alfarið starfsemi nektarstaða. Þá verða siðareglur settar fyrir Stjórnarráðið og opinberar stofnanir sem fela í sér skýlaust bann við kaupum á kynlífsþjónustu," segir einnig. Markmið áætlunarinnar eru í stuttu máli að; · Fullgilda alþjóðasáttmála er varða mansal og aðlaga íslenska löggjöf. · Samhæfa innlent samstarf gegn mansali og koma á fót formlegri yfirumsjón með málaflokknum. · Viðeigandi fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda fái fræðslu um mansal. Efla á greiningaraðferðir og aðstoð við fórnarlömb. · Þolendum mansals verði veitt nauðsynleg heilbrigðisþjónusta og sálgæsla, viðeigandi stuðningur og vernd. Veita á aðstoð til að tryggja örugga endurkomu til heimalands. · Gerendur í mansalsmálum verði sóttir til saka. · Vinna gegn eftirspurn á vændis- og klámmarkaði með því að auka eftirlit með vændisstarfsemi og koma lögum yfir þá sem stuðla að, skipuleggja eða hafa ábata af henni. · Fræðsla um mansal verði efld fyrir fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda. · Íslensk stjórnvöld vinni markvisst að því á alþjóðavettvangi að koma í veg fyrir mansal. Vinna við gerð aðgerðaáætlunarinnar hófst eftir að ríkisstjórnin samþykkti þann 7. desember 2007 að ráðast í gerð slíkrar áætlunar að tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Aðgerðaáætlunin gildir til ársloka 2012. Hana skal endurskoða tveimur árum eftir samþykkt hennar að undangengnu mat á árangri. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sem í dag kynnti aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali, fagnar aðgerðaáætluninni og segir „að með henni sé langþráðum áfanga náð í baráttunni gegn mansali á Íslandi." Að sögn Ástu er mansal eitt andstyggilegasta form skipulagðrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi og miklu skiptir að koma lögum yfir þá sem það stunda og veita fórnarlömbum þess vernd og aðstoð. „Skilaboð stjórnvalda eru skýr, hér verður mansal ekki liðið," segir Ásta. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætlun stjórnvalda sé ætlað að efla baráttuna gegn mansali á Íslandi með ýmsu móti. Í henni er miðað að því að fullgilda alþjóðlega samninga um alþjóðlega glæpastarfsemi og mansal sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað. Tryggja á að fórnarlömbum mansals, þar á meðal börnum, sé veitt aukin aðstoð, öruggt skjól og vernd með því meðal annars að setja á fót sérfræðiteymi sem hefur yfirumsjón yfir málaflokknum. Lagt verður fram frumvarp sem tryggir fórnarlömbum mansals tímabundið dvalarleyfi á meðan þau gera upp hug sinn um framtíðardvalarstað. Á þeim tíma verður fórnarlömbunum tryggt öruggt skjól og fjárhagsleg og félagsleg aðstoð. Lagðar eru til aðgerðir sem miða að því að sækja gerendur til saka, auka aðstoð við þolendur og tryggja vernd þeirra. Til stendur að breyta almennum hegningarlögum þannig að kaup á vændi verði gert refsivert. „Einnig á að girða fyrir undanþágumöguleika í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald fyrir nektarstaði þannig að lögin banni alfarið starfsemi nektarstaða. Þá verða siðareglur settar fyrir Stjórnarráðið og opinberar stofnanir sem fela í sér skýlaust bann við kaupum á kynlífsþjónustu," segir einnig. Markmið áætlunarinnar eru í stuttu máli að; · Fullgilda alþjóðasáttmála er varða mansal og aðlaga íslenska löggjöf. · Samhæfa innlent samstarf gegn mansali og koma á fót formlegri yfirumsjón með málaflokknum. · Viðeigandi fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda fái fræðslu um mansal. Efla á greiningaraðferðir og aðstoð við fórnarlömb. · Þolendum mansals verði veitt nauðsynleg heilbrigðisþjónusta og sálgæsla, viðeigandi stuðningur og vernd. Veita á aðstoð til að tryggja örugga endurkomu til heimalands. · Gerendur í mansalsmálum verði sóttir til saka. · Vinna gegn eftirspurn á vændis- og klámmarkaði með því að auka eftirlit með vændisstarfsemi og koma lögum yfir þá sem stuðla að, skipuleggja eða hafa ábata af henni. · Fræðsla um mansal verði efld fyrir fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda. · Íslensk stjórnvöld vinni markvisst að því á alþjóðavettvangi að koma í veg fyrir mansal. Vinna við gerð aðgerðaáætlunarinnar hófst eftir að ríkisstjórnin samþykkti þann 7. desember 2007 að ráðast í gerð slíkrar áætlunar að tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Aðgerðaáætlunin gildir til ársloka 2012. Hana skal endurskoða tveimur árum eftir samþykkt hennar að undangengnu mat á árangri.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira