Innlent

Reglum breytt til hagsbóta fyrir framleiðendur á landsbyggðinni

Gerðar hafa verið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu leiða til mikils sparnaðar í dreifingarkostnaði fyrir framleiðendur á landsbyggðinni. Breytingarnar fela í sér að við sérstakar aðstæður getur ÁTVR samið beint við birgja um afhendingu vöru, sem ætluð er til dreifingar á nærsvæði framleiðenda, á öðrum dreifingarstað en í vöruhúsi ÁTVR á Stuðlahálsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu en þar segir að með þessu verði til dæmsi kleift að taka við vörum frá Vífilfelli á Akureyri, Ölvisholt á möguleika á að afhenda vöru á Selfossi, Mjöður getur afhent vöru á Stykkishólmi og Bruggsmiðjan getur afhent vörur annað hvort á Dalvík eða Akureyri.

„Breytingarnar á vöruvalsreglunum fela í sér að skilgreind verða nærsvæði fyrir hvern aðila. Við skilgreiningu þeirra verður litið til samgangna og flutningatíðni ásamt aðstöðu á hverjum stað. Nærsvæði fyrir Vífilfell Akureyri og Bruggsmiðjuna verður mögulega Blönduós, Siglufjörður, Sauðárkrókur, Dalvík, Húsavík, Egilsstaðir, Vopnafjörður, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Djúpivogur. Nærsvæði fyrir Mjöð verður mögulega, Stykkishólmur, Búðardalur, Grundarfjörður og Ólafsvík. Nærsvæði fyrir Ölvisholt verður mögulega Selfoss, Flúðir, Hella, og Hvolsvöllur."



ÁTVR mun á næstunni endurskoða verklag og fara yfir möguleika miðað við ofangreindar forsendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×