Enski boltinn

Meiðslin kannski skilaboð frá Guði

Arteta er jákvæður þrátt fyrir meiðslin.
Arteta er jákvæður þrátt fyrir meiðslin. Nordic photos/Getty images

Mikel Arteta, leikmaður Everton, leggst undir hnífinn næsta þriðjudag eftir að hafa skaddað liðbönd. í hné. Hann verður frá keppni næsta hálfa árið.

Þrátt fyrir að lenda í erfiðum og leiðinlegum meiðslum á versta tíma reynir Arteta að sjá það jákvæða.

„Það eru tveir hlutir framundan hjá mér. Ég á von á barni og svo hef ég sett mér takmark að snúa til baka á næstu leiktíð sterkari en nokkru sinni fyrr," sagði Arteta sem augljóslega er trúaður maður.

„Auðvitað er erfitt að sætta sig við þetta. Kannski eru þetta skilaboð frá Guði þó svo maður skilji þau ekki alveg. Kannski er hann að athuga hvort maður sé nógu sterkur til að komast í gegnum svona. Ég er það og mun vinna linnulaust að því að fá mig góðan á nýjan leik," sagði Arteta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×