Erlent

Walter Cronkite 4.11.1916 - 17.7.2009

Andri Ólafsson skrifar
Walter Cronkite, einn frægasti og virtasti fréttamaður Bandaríkjanna lést í gær á heimili sínu í New York. Barack Obama er á meðal þeirra sem vottuðu virðingu sína.

Cronkite var fæddur árið 1916 en fékk sitt fyrsta starf við blaðamennsku árið 1939. Hann var skömmu síðar kominn til Evrópu til að fjalla um seinni heimsstyrjöldina og síðar Nurnberg réttarhöldin. Árið 1950 þáði hann starf hjá CBS sjónvarpsstöðinni í árdaga sjónvarpsins.

Í þá daga þótti þetta skref niður á við. Dagblöð og útvarp voru fyrir alvöru fréttir en sjónvarp var bara grínista. Og fyrstu árin á CBS voru skrautleg. Cronkite stýrði meðal annars þættinum þú varst þar. Í þættinum voru hápunkar úr mannkynssögunni leiknir. Cronkite tók svo viðtöl við helstu persónur. Í einum þættinum tók hann til að mynda viðtal við Sigmund Freud, í næsta Jóhönnu af Örk og svo framvegis.

Það var hins vegar þann 22. nóvember 1963 sem Cronkite varð landsfrægur og öðlaðist þá virðingu sem fylgdi honum út hans ferlil.

Cronkite var þá orðin aðalaþulur og fréttastjóri kvöldfrétta CBS. Hann gegndi þessari stöðu til ársins 1981 Kvöldfréttir CBS sjónvarpsstöðvarnar voru þá orðnar langvinsælustu fréttir í bandaríksu sjónvarpi auk þess sem þær nutu mikils trausts. Og það var sérstaklega Cronkite sem var þakkað fyrir þetta. Frægt er þegar hann fór til Víetnam og sá með eigin augum stríðið sem Bandaríkjamenn höfðu háð í fleiri ár.

Þegar hann kom til baka flutti Cronkite erindi í kvöldfréttunum þar sem hann sagði meðal annars að eina leiðin út úr stríðinu væri að semja, því ekkert fengist með stríðstrekstrinum.

Johnson Bandaríkaforseti sagði við ráðgjafa sína síðar sama kvöld að stríðið væri búið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×