Ríkisendurskoðun telur brot yfirlæknis HSA vera alvarleg 30. október 2009 05:00 Frestur til að áfrýja ákvörðun um að kæra ekki yfirlækni Heilbrigðisstofnunar Austurlands rennur út um mánaðamót. Ríkisendurskoðun telur að alvarleg brotalöm hafi verið í starfi hans. Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu. Stofnunin hvetur hins vegar heilbrigðisráðuneytið til að „ganga rækilega úr skugga um hvaða úrræðum viðeigandi sé að beita í þessu máli“ líkt og segir í bréfi hennar til ráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, segir að brugðist verði við þessari hvatningu ríkisendurskoðunar. „Ráðuneytið mun verða við þessu. Það verður kannað til hvaða úrræða þarf að grípa,“ segir ráðherra. Álfheiður segir að jafnframt hafi verið ákveðið að verða við ósk bæjarráðs Fjarðarbyggðar um að fenginn verði sjálfstætt starfandi úttektaraðili til að ræða við starfsmenn og stjórnendur um starfsumhverfið. „Ráðuneytið er að kanna, í framhaldi af þessum tilmælum ríkisendurskoðunar, hver staðan er. Markmiðið er auðvitað að finna lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Álfheiður. Yfirlækninum, Hannesi Sigmarssyni, var vikið tímabundið frá störfum í febrúar. Þá hófst rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að í 26 tilvikum hafi Hannesi „verið eða mátt vera ljóst að hann ofkrafði HSA um þóknun fyrir vinnu sína“, segir í bréfi stofnunarinnar. Lögreglurannsókn fór fram en 30. september var ákveðið að kæra ekki. Frestur til að áfrýja þeirri ákvörðun rennur út um mánaðamótin. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, sagðist ekki vilja tjá sig um framhaldið fyrr en viðbrögð hefðu borist frá ráðuneytinu. Eftir stæði að læknirinn hefði fengið ofgreitt fyrir vinnu sína. Þess má geta að Persónuvernd hefur nú afturkallað leyfi sem stofnunin hafði í janúar síðastliðnum veitt Hannesi og öðrum lækni á heilsugæslunni til að nota sjúkraskrár í rannsókn á starfsemi heilsugæslunnar. Hannes hafði sjálfur skrifað upp á heimild til notkun sjúkraskránna fyrir hönd heilsugæslunnar. Í reynd var það lækningaforstjórinn sem átti að veita slíkt samþykki. Lækningaforstjórinn gerði síðar athugasemd við Persónuvernd sem afturkallaði leyfið eftir að hafa skoðað málavexti. kolbeinn@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu. Stofnunin hvetur hins vegar heilbrigðisráðuneytið til að „ganga rækilega úr skugga um hvaða úrræðum viðeigandi sé að beita í þessu máli“ líkt og segir í bréfi hennar til ráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, segir að brugðist verði við þessari hvatningu ríkisendurskoðunar. „Ráðuneytið mun verða við þessu. Það verður kannað til hvaða úrræða þarf að grípa,“ segir ráðherra. Álfheiður segir að jafnframt hafi verið ákveðið að verða við ósk bæjarráðs Fjarðarbyggðar um að fenginn verði sjálfstætt starfandi úttektaraðili til að ræða við starfsmenn og stjórnendur um starfsumhverfið. „Ráðuneytið er að kanna, í framhaldi af þessum tilmælum ríkisendurskoðunar, hver staðan er. Markmiðið er auðvitað að finna lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Álfheiður. Yfirlækninum, Hannesi Sigmarssyni, var vikið tímabundið frá störfum í febrúar. Þá hófst rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að í 26 tilvikum hafi Hannesi „verið eða mátt vera ljóst að hann ofkrafði HSA um þóknun fyrir vinnu sína“, segir í bréfi stofnunarinnar. Lögreglurannsókn fór fram en 30. september var ákveðið að kæra ekki. Frestur til að áfrýja þeirri ákvörðun rennur út um mánaðamótin. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, sagðist ekki vilja tjá sig um framhaldið fyrr en viðbrögð hefðu borist frá ráðuneytinu. Eftir stæði að læknirinn hefði fengið ofgreitt fyrir vinnu sína. Þess má geta að Persónuvernd hefur nú afturkallað leyfi sem stofnunin hafði í janúar síðastliðnum veitt Hannesi og öðrum lækni á heilsugæslunni til að nota sjúkraskrár í rannsókn á starfsemi heilsugæslunnar. Hannes hafði sjálfur skrifað upp á heimild til notkun sjúkraskránna fyrir hönd heilsugæslunnar. Í reynd var það lækningaforstjórinn sem átti að veita slíkt samþykki. Lækningaforstjórinn gerði síðar athugasemd við Persónuvernd sem afturkallaði leyfið eftir að hafa skoðað málavexti. kolbeinn@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira