Innlent

Skemmdarverk unnin á bíl og húsi Íslendings í Bretlandi

Íslendingur sem búsettur er í Bretlandi hefur orðið fyrir ofsóknum vegna Icesave. Þegar fjölskyldan vaknaði á aðfangadagsmorgun kom í ljós að búið var að vinna skemmdarverk á húsi hans og fjölskyldubílnum.

Tómas Marteinsson er fasteignasali sem býr í litlu þorpi fyrir utan London. Þegar þau hjónin ætluðu út að versla í jólamatinn sáu þau að búið var að spreyja stórann kross á útidyrahurðina. Einnig var búið að setja nokkra krossa á aðra hliðina á bíl þeirra og skrifað var með stórum stöfum „Pay People back" eða borgið fólkinu aftur.

Tómas segist afar reiður yfir því að verið sé að tengja hann við málið en hann tengdi þetta strax við Icesavemálið en veit ekki hverjir voru að verki. Hann segist alltaf hafa verið afar hreykinn af því að vera íslendingur og náð ákveðnum frama vegna þess.

„En ég geri það ekki í dag því miður. Þegar ég er spurður hvaðan ég sé þá segi bara frá Skandinavíu, en ekki að ég sé Íslendingur," segir Tómas.Bíll fjölskyldu Tómasar
Hann segist einnig hafa fundið fyrir mikilli reiði fólks í garð íslendinga úti í Bretlandi. Ekki þó frá sínum nánustu vinum eða þeim sem hafa kynnt sér málið ítarlega.

Hann vill að íslenska ríkisstjórnin semji um málið sem allra fyrst.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.