Enski boltinn

Aron um Lampard: Hef engu að tapa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í leik með Coventry.
Aron Einar í leik með Coventry. Nordic Photos / Getty Images

Aron Einar Gunnarsson ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hafa betur í baráttu sinni við Frank Lampard á miðjunni er Coventry og Chelsea mætast í ensku bikarkeppninni um helgina.

„Lampard spilar með enska landsliðinu en ég bara með Coventry og íslenska landsliðinu. En ég hef engu að tapa," sagði Aron í samtali við Coventry Telegraph.

„Ef ég stend mig vel og hann illa verður það mikið á milli tannanna hjá fólki. En ef hann stendur sig vel og ég ekki verður öllum sama. Ég hef því engu að tapa."

„Ég ætla því að hlaupa eins og ég get og reyna að gera eitthvað. Við skulum sjá hvað gerist."

Hann segir einnig að Chelsea sé vissulega sigurstranglegra í leiknum og því hafi leikmenn Coventry engu að tapa. „Pressan er á þeim þó svo að við séum á heimavelli."

„Ég vissi í raun ekki mikið um bikarkeppnina fyrir tímabilið. Það er fylgst með henni á Íslandi en aðallega úrslitaleiknum en ekki hinum á undan. En nú eru allir að fylgjast vel með því mér hefur gengið vel gegn stóru liðunum sem hefur þótt fréttnæmt á Íslandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×