Enski boltinn

Terry klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry í leik með Chelsea.
John Terry í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

John Terry hefur jafnað sig á bakmeiðslum sínum og getur spilað með sínum mönnum í Chelsea gegn Middlesbrough á morgun.

Hins vegar verður Ricardo Carvalho frá næstu tíu dagana vegna meiðsla á læri. Búist er við því að Didier Drogba verði í leikmannahópi Chelsea en verði hins vegar ekki í byrjunarliðinu.

Terry spilaði síðast með Chelsea er liðið vann Southend í ensku bikarkeppninni þann 14. janúar síðastliðinn.

Fjórir leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og sex á morgun. Manchester United getur tryggt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á West Brom á útivelli í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×