Enski boltinn

Pulis skilur ekki vælið í Wenger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Tony Pulis, stjóri Stoke, gefur lítið fyrir umkvartanir Arsene Wenger, stjóra Arsenal, vegna leikjaálags. Hann segist ekkert skilja í vælinu í Wenger.

„Án þess að vilja móðga Wenger eða aðra útlenda stjóra þá tel ég ekki vera neitt að því að biðja atvinnumenn í íþróttum um að spila tvisvar í viku. Stundum er þetta bara svona," sagði Pulis.

„Wenger er að væla eins og ég veit ekki hvað af því eitthvað leikjaálag hentar ekki Arsenal. Hann vælir ekki þegar leikjaálagað er ósanngjart fyrir Stoke."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×