Enski boltinn

Bowyer og Davenport líka á leið frá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Bowyer í leik með West Ham.
Lee Bowyer í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag eru þeir Calum Davenport og Lee Bowyer á leið frá West Ham.

Fyrr í dag var greint frá því að Matthew Ethrington yrði seldur til Stoke en búist er við því að sala þeirra þriggja verði tilkynnt á næstu dögum.

Ethrington er á leið til Stoke fyrir þrjár milljónir punda, Davenport til Bolton fyrir fjórar milljónir og Bowyer er á leið til Birmingham fyrir litla upphæð.

West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur ítrekað sagt að félagið muni ekki selja neina leikmenn sem Gianfranco Zola vill ekki láta fara. Því er haldið fram að Julien Faubert, Nigel Quashie og Luis Boa Morte séu allir á meðal þeirra leikmanna sem Zola sé reiðubúinn að selja en að hann vilji ólmur halda þeim Craig Bellamy, Scott Parker, Robert Green, Matthew Upson og Valon Behrami meðal annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×