Enski boltinn

Rick Parry hættir hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool.
Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rick Parry mun hætta sem framkvæmdarstjóri Liverpool í lok þessa tímabils en hann hefur verið tólf ár í þessu starfi.

Sambandið hefur verið stirt á milli Parry og Rafa Benitez og er talið að þetta verði til þess að sá síðarnefndi muni framlengja samning sinn við félagið.

Parry var í haust orðaður við stöðu hjá enska knattspyrnusambandinu sem á að hafa yfirumsjón með boði sambandsins um að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2018. Parry ákvað hins vegar að vera um kyrrt hjá Liverpool.

Benitez sagði að hann myndi halda áfram að vinna náið með Parry til loka tímabilsins enda mikilvægir leikir framundan hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×