Enski boltinn

Leikurinn hefur engin áhrif á samningamálin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benitez er ekki að velta sér upp úr framtíðinni.
Benitez er ekki að velta sér upp úr framtíðinni. Nordic Photos/Getty Images

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að leikurinn gegn Real Madrid í kvöld muni ekki hafa nein áhrif á samningsmál hans við Liverpool en Benitez hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við félagið.

Núverandi samningur Benitez við félagið rennur út eftir næsta tímabil.

„Ég held að þessi leikur skipti engu máli hvað varðar nýjan samning," sagði Benitez en talið hefur verið að Real vilji fá hann til félagsins næsta sumar.

„Þetta er mikilvægur leikur fyrir félagið en ekkert annað. Þið þekkið stöðuna og við verðum bara að bíða. Það eru margir mikilvægir leikir framundan. Það á að dæma stjóra af heildarárangri hans en ekki bara af einum til tveimur leikjum," sagði Benitez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×