Segir Ísland ekki stefna í greiðsluþrot 8. september 2009 05:00 Skjaldborg Að sjálfsögðu væri æskilegt að gera meira til að verja heimilin, en menn verða að vera raunsæir á hver borgar brúsann, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira