Krafa um endurnýjun og öfluga talsmenn 15. mars 2009 14:30 Stefanía Óskarsdóttir. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að niðurstöður í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í gær endurspegli annarsvegar kröfu um endurnýjun og hinsvegar vilja flokksmanna um að hafa atkvæðamikla og öfluga talsmenn í forystu. Hún segir að Samfylkingarfólk hafi refsað Össuri Skarphéðinssyni og að Jón Baldvin Hannibalsson geti gefið frá sér frekari stjórnmáladrauma.Staða þingmanna Sjálfstæðisflokksins víða sterk Stefanína segir að flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi fengið góða kosningu. Sérstaklega í Reykjavík þar sem þeir hafi raðað sér í efstu sæti og erfitt hafi verið fyrir nýtt fólk að komast að. Erla Ósk Ásgeirsdóttir sé þó ný í efstu sætum og í öruggu þingsæti. Undantekningin um gott gengi þingmanna hafi verið kosning Ármanns Kr. Ólafssonar í Suðvesturkjördæmi og Kjartans Ólafssonar og Bjarkar Guðjónsdóttur í Suðurkjördæmi. Stefanía telur að flokksmenn hafi kallað eftir atkvæðamiklum einstaklingum sem væru öflugir talsmenn flokksins. Það skýri að einhverju leyti af hverju þeim hafi ekki gengið betur. Í Suðurkjördæmi hafi átt sér stað endurnýjun með innkomu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í oddvitasætið og tveggja kvenna í 3.-4. sæti. Unnur Brá Konráðsdóttir hafnaði í því þriðja og Írís Róbertsdóttir fjórða.Flokksmenn refsuðu Össuri Stefanía segir að frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi flestallir verið þekkt nöfn úr stjórnmálastarfi. Margir hafi því verið um hituna. Hún segir að Sigríður Ingibörg Ingadóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir hafi öll fengið góða kosningu. Stefanía telur að hreyfing innan flokksins hafi viljað refsa Össuri en hann fékk einugis þriðjung atkvæða í 1.-2. sætið. Annarsvegar sem einn af leiðtogum seinustu ríkisstjórnar og hinsvegar fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð þegar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti á blaðamannafundi um framboð hennar, Össurar og Jóhönnu Sigurðardóttir í þrjú efstu sætin í prófkjöri flokksins. ,,Fólk ætlaði að láta hann finna fyrir því."Ásta þurfti að hafa fyrir sæti sínu Ásta Ragnheiður hefur í seinustu prófkjörum Samfylkingarinnar notið góðs af prófkjörsbaráttu Jóhönnu Sigurðardóttur, að mati Stefaníu. Nú hafi Jóhanna hinsvegar ekki háð eiginlega prófkjörsbaráttu og því hafi Ásta þurft að hafa meira fyrir sæti sínu en áður. Ásta endaði í 8. sæti en fyrstu tölur sýndu hana ekki meðal átta efstu. Jón Baldvin hafnaði í 13. sæti af 19 í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sú niðurstaða kemur Stefaníu ekki á óvart þar sem fólk eigi sjaldnast mörg líf í pólitík. ,,Jón var búinn að taka út sinn skammt." Hún segir að nú sé komin mæling á stöðu Jóns. ,,Nú er komin niðurstaða í þetta mál og hann getur gefið frekari stjórnmáladrauma frá sér."Sigurinn styrkir Árna Pál Stefánía segir að sigur Árna Páls Árnasonar í Suðvesturkjördæmi komi til með að styrkja hann varaformannskjöri á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Hann hafi haft betur en bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum ráðherra, hafnaði í 4. sæti í prófkjörinu. Stefanía telur að ráðherradómur hennar og náin tengsl við Ingibjörgu Sólrúnu hafi haft áhrif á gengi hennar. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að niðurstöður í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í gær endurspegli annarsvegar kröfu um endurnýjun og hinsvegar vilja flokksmanna um að hafa atkvæðamikla og öfluga talsmenn í forystu. Hún segir að Samfylkingarfólk hafi refsað Össuri Skarphéðinssyni og að Jón Baldvin Hannibalsson geti gefið frá sér frekari stjórnmáladrauma.Staða þingmanna Sjálfstæðisflokksins víða sterk Stefanína segir að flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi fengið góða kosningu. Sérstaklega í Reykjavík þar sem þeir hafi raðað sér í efstu sæti og erfitt hafi verið fyrir nýtt fólk að komast að. Erla Ósk Ásgeirsdóttir sé þó ný í efstu sætum og í öruggu þingsæti. Undantekningin um gott gengi þingmanna hafi verið kosning Ármanns Kr. Ólafssonar í Suðvesturkjördæmi og Kjartans Ólafssonar og Bjarkar Guðjónsdóttur í Suðurkjördæmi. Stefanía telur að flokksmenn hafi kallað eftir atkvæðamiklum einstaklingum sem væru öflugir talsmenn flokksins. Það skýri að einhverju leyti af hverju þeim hafi ekki gengið betur. Í Suðurkjördæmi hafi átt sér stað endurnýjun með innkomu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í oddvitasætið og tveggja kvenna í 3.-4. sæti. Unnur Brá Konráðsdóttir hafnaði í því þriðja og Írís Róbertsdóttir fjórða.Flokksmenn refsuðu Össuri Stefanía segir að frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi flestallir verið þekkt nöfn úr stjórnmálastarfi. Margir hafi því verið um hituna. Hún segir að Sigríður Ingibörg Ingadóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir hafi öll fengið góða kosningu. Stefanía telur að hreyfing innan flokksins hafi viljað refsa Össuri en hann fékk einugis þriðjung atkvæða í 1.-2. sætið. Annarsvegar sem einn af leiðtogum seinustu ríkisstjórnar og hinsvegar fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð þegar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti á blaðamannafundi um framboð hennar, Össurar og Jóhönnu Sigurðardóttir í þrjú efstu sætin í prófkjöri flokksins. ,,Fólk ætlaði að láta hann finna fyrir því."Ásta þurfti að hafa fyrir sæti sínu Ásta Ragnheiður hefur í seinustu prófkjörum Samfylkingarinnar notið góðs af prófkjörsbaráttu Jóhönnu Sigurðardóttur, að mati Stefaníu. Nú hafi Jóhanna hinsvegar ekki háð eiginlega prófkjörsbaráttu og því hafi Ásta þurft að hafa meira fyrir sæti sínu en áður. Ásta endaði í 8. sæti en fyrstu tölur sýndu hana ekki meðal átta efstu. Jón Baldvin hafnaði í 13. sæti af 19 í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sú niðurstaða kemur Stefaníu ekki á óvart þar sem fólk eigi sjaldnast mörg líf í pólitík. ,,Jón var búinn að taka út sinn skammt." Hún segir að nú sé komin mæling á stöðu Jóns. ,,Nú er komin niðurstaða í þetta mál og hann getur gefið frekari stjórnmáladrauma frá sér."Sigurinn styrkir Árna Pál Stefánía segir að sigur Árna Páls Árnasonar í Suðvesturkjördæmi komi til með að styrkja hann varaformannskjöri á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Hann hafi haft betur en bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum ráðherra, hafnaði í 4. sæti í prófkjörinu. Stefanía telur að ráðherradómur hennar og náin tengsl við Ingibjörgu Sólrúnu hafi haft áhrif á gengi hennar.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira