Innlent

Líkir íslenska bankahruninu við fjársvik Madoffs

Mynd/Daníel Rúnarsson

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir í viðtali við breska blaðið Sunday Times að líkindi séu með íslenska bankahruninu og svikabrögðum hins alræmda fjársvikamanns Bernard Madoff.

Joly segir að alþjóðlegar eftirlitsstofnanir hafi hunsað röð viðvörunarmerkja um heilbrigði íslenska fjármálakerfisins, líkt og bandarísk stjórnvöld hafi gert með Madoff.Breska fjármálaeftirlitið, sem bar skylda til að fylgjast með fjárhagslegu heilbrigði íslensku bankanna sem störfuðu í Bretlandi, verður að bera hluta af ábyrgðinni. Það sama eigi við Holland.

Það sé mikilvægt fyrir lítið land eins og Ísland, sem hefur gengið í gengum atburði sem hafa haft áhrif á líf allra borgara í landinu, að fá einhver svör. Svörin leynist ekki aðeins í Reykjavík, heldur hafi spurningum heldur ekki verið svarað í Lundúnum og Amsterdam.

Í fréttinni er fullyrt að íslensk stjórnvöld séu nálægt því að ná alþjóðlegum framsalssamningi sem væri hægt að nota til að draga meinta fjárglæpamenn fyrir dóm á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×