Innlent

Ekki búið að bera kennsl á hinn látna

Frá vettvangi í morgun. Mynd/Kristján
Frá vettvangi í morgun. Mynd/Kristján
Ekki er búið að bera kennsl á ungan mann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögregla telur að maðurinn hafi verið á þrítugsaldri. Ekkert er vitað um tildrögin, en unnið er að rannsókn málsins.

Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um níuleytið í morgun um að maður væri í sjónum í Reykjavíkurhöfn. Starfsmenn Kolaportsins sáu manninn þar sem hann var á grúfu í höfninni og kastaði einn starfsmaðurinn sér út í sjóinn á eftir manninum. Það sama gerði lögreglumaður sem kom á vettvang skömmu síðar.

Maðurinn var látinn þegar að var komið.


Tengdar fréttir

Fannst látinn í Reykjavíkurhöfn

Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um níuleytið í morgun um að maður væri í sjónum í Reykjavíkurhöfn. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×