Innlent

Dorrit ofarlega á lista yfir litríkustu maka þjóðarleiðtoga

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff.
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Dorrit Moussaieff forsetafrú er í áttunda sæti á lista Time fréttaritsins yfir litríkustu maka þjóðarleiðtoga. Í tímaritinu er því lýst hversu hugmyndarík hún sé og hversu dugleg hún sé að vekja athygli á ýmsu sem Ísland hafi upp á að bjóða, eins og Omega 3 töflur, Latabæ, hnéaðgerðir, heilsulindir vatn á flöskum og lambakjöt. Þá liggi hún almennt ekki á skoðunum sínum.

Einnig er minnt á að hún hafi í viðtali nefnt að vel mætti segja að hún hefði fyrirlitningu á stjórnmálamönnum og tekið fram að þar eigi hún væntanlega ekki við eiginmann sinn, Ólaf Ragnar Grímsson.

Aðrir makar sem komast á listann eru eiginkonur Lincolns, Fords, Trumans, Reagans og Clintons Bandaríkjaforseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×