Fótbolti

Birkir Már skoraði í sigri Brann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason fagnar marki Eriks Huseklepp.
Ólafur Örn Bjarnason fagnar marki Eriks Huseklepp. Nordic photos/AFP

Íslendingaliðið Brann vann 4-2 sigur gegn Odd Grenland í norska boltanum í kvöld en Birkir Már Sævarsson skoraði síðasta mark leiksins fyrir Brann.

Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í byrjunarliði Brann en Gylfi Einarssson og Birkir Már komu inn á sem varamenn. Árni Gautur Arason lék í marki Odd Grenland.

Norski landsliðsmaðurinn Erik Huseklepp skoraði þrennu fyrir Brann í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×