Barton orðaður við Blackburn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2009 11:15 Joey Barton eftir brotið á Xabi Alonso. Nordic Photos / Getty Images Joey Barton var í morgun orðaður við Blackburn í enskum fjölmiðlum en ólíklegt þykir að hann muni spila með Newcastle á nýjan leik. Barton fékk að líta rauða spjaldið í leik Newcastle gegn Liverpool um helgina eftir fólskulegt brot á Xabi Alonso. Eftir leikinn lentu þeim Barton og Alan Shearer, stjóra Newcastle, saman í búningsklefanum. Shearer var þá nýbúinn að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Barton í fjölmiðlum og hélt svo áfram í búningsklefanum. Barton svaraði fullum hálsi og sagði hann ömurlegan þjálfara með ömurlegar leikaðferðir. Iain Dowie, aðstoðarmaður Shearer, skakkaði leikinn en fékk þá sjálfur að kenna á fúkyrðaflaumi Barton. Í gærmorgun gaf félagið svo það út að Barton hefði verið vikið frá félaginu þar til annað kemur í ljós. Enskir fjölmiðlar segja að lögfræðingar hafi verið kallaðir til í þeim tilgangi að skoða hvort hægt sé að segja upp samningi Barton. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og þiggur 55 þúsund pund í vikulaun. Barton mátti dúsa í fangelsi fyrir líkamsárás á götum Liverpool í fyrra og var svo dæmdur í langt bann í haust fyrir að ráðast á fyrrum liðsfélaga sinn á æfingu hjá Manchester City. Þrátt fyrir það neitaði Newcastle að gefast upp á honum og gaf honum áfram tækifæri. Þessu tækifæri hefur Barton nú klúðrað og ljóst að hann spilar ekki aftur með Newcastle, að minnsta kosti á meðan að Alan Shearer er stjóri. Stjórnarmenn Blackburn eru sagðir tvístiga í að fá Barton en Sam Allardyce, stjóri liðsins, fékk vandræðagemlinginn El-Hadji Diouf til félagsins og hefur það gengið þokkalega. Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Joey Barton var í morgun orðaður við Blackburn í enskum fjölmiðlum en ólíklegt þykir að hann muni spila með Newcastle á nýjan leik. Barton fékk að líta rauða spjaldið í leik Newcastle gegn Liverpool um helgina eftir fólskulegt brot á Xabi Alonso. Eftir leikinn lentu þeim Barton og Alan Shearer, stjóra Newcastle, saman í búningsklefanum. Shearer var þá nýbúinn að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Barton í fjölmiðlum og hélt svo áfram í búningsklefanum. Barton svaraði fullum hálsi og sagði hann ömurlegan þjálfara með ömurlegar leikaðferðir. Iain Dowie, aðstoðarmaður Shearer, skakkaði leikinn en fékk þá sjálfur að kenna á fúkyrðaflaumi Barton. Í gærmorgun gaf félagið svo það út að Barton hefði verið vikið frá félaginu þar til annað kemur í ljós. Enskir fjölmiðlar segja að lögfræðingar hafi verið kallaðir til í þeim tilgangi að skoða hvort hægt sé að segja upp samningi Barton. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og þiggur 55 þúsund pund í vikulaun. Barton mátti dúsa í fangelsi fyrir líkamsárás á götum Liverpool í fyrra og var svo dæmdur í langt bann í haust fyrir að ráðast á fyrrum liðsfélaga sinn á æfingu hjá Manchester City. Þrátt fyrir það neitaði Newcastle að gefast upp á honum og gaf honum áfram tækifæri. Þessu tækifæri hefur Barton nú klúðrað og ljóst að hann spilar ekki aftur með Newcastle, að minnsta kosti á meðan að Alan Shearer er stjóri. Stjórnarmenn Blackburn eru sagðir tvístiga í að fá Barton en Sam Allardyce, stjóri liðsins, fékk vandræðagemlinginn El-Hadji Diouf til félagsins og hefur það gengið þokkalega.
Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira