Íslenski boltinn

Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Jón hér á bekknum hjá Fylki á sínum tíma.
Jón hér á bekknum hjá Fylki á sínum tíma. Mynd/Valli

„Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni.

"Við skoruðum á góðum tíma fyrri hálfleik, en svo komu þeir til baka. Við fórum þá að taka niður boltann og spila og fengum kraft. Við fórum að finna menn betur í lappirnar uppi. Almarr kom mjög frískur inn og skoraði náttúrlega markið sem skildi á milli,“ segir Jón Sveinsson sem stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Þorvaldar Örlygssonar.

Jón segir liðið hafa sýnt karakter með því að koma sterkt til baka eftir að Fjölnir jafnaði metin.

„Við héldum bara áfram og sigurinn var verðskuldaður þegar uppi er staðið. Þeir settu smá pressu á þetta og þeir spila langan bolta og Gunnar Már er erfiður þarna uppi, en að öðru leyti komu þeir okkur ekki í nein vandræði.“

Jón segir Almarr hafa staðið sig vel frammi, hann hafi skorað mikið í síðustu leikjum. „Já hann hefur kveikt í liðinu og er greinilega á réttum stað þarna frammi.“

Fram á leik gegn velska liðinu The New Saints á fimmtudag í Evrópukeppninni og hann leggst vel í Jón.

„Já við náðum samt að setja fókusinn á þennan leik í kvöld og það var gríðarlega mikilvægt. En nú tekur bara skemmtileg vika við.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×